næstum því mánuði seinna

Eftir að hafa unnið með börnum á skuggamörkum fötlunar í nokkur ár þykist ég hafa nokkra hugmynd um hvað felst í því að lifa lífinu með líffræðilegri takmörkun. Það er ekki fötlun að vera heyrnarskertur, sjónskertur eða málskertur, það að vera heyrnarskertur, málskertur eða sjónskertur getur verið fatlandi við vissar aðstæður. Engu síður er staðreyndin sú að um 60% heyrnarskertra barna klára ekki grunnskólann með viðunandi árangri og brottfall í menntaskóla er um 57% (skv. sænskum tölum). Ég á erfitt með að ýminda mér að aðstæður séu betri á Íslandi þar sem áhersla er lögð á blöndum í bekki með þá hugmyndafræði að leiðarljósi að það sé barninu fyrir bestu. Eigandi það á hættu að vera kölluð afturfarasinni held ég að sú stefna sé til þess eins að spara peninga. Kennarar eru ekki uppeldisfræðilegir guðir með svörin á reiðum höndum við hvers konar aðstæðum sem upp kunna að koma. Þeir eru fólk sem búa að mismunandi starfsreynslu og kunnáttu sem og hver annar, og því misvel vandanum vaxnir.

Í Svíþjóð í dag er hitabylgja. Í dag var um 22 stiga hiti í skugga og ég fór með nemendur mína í ensku-hægferð í níunda bekk út í sólina. Við erum að lesa "The mummy" og helmingurinn af tímanum fór í að skýra út hvað "farói" væri. Hinn helmingurinn fór í tuð um hvort það væri nógu heitt til að gefa nemendunum leyfi til að fara og kaupa ís. Veðrið verður áfram gott um helgina og ég er farin að hafa samviskubit yfir því að vera ekki byrjuð að mála gluggana.... en það er nógur tími enn. Í augnablikinu er ég aðalega að velta því fyrir mér hvernig ég geti fengið vinnufélaga mína til að hringja og kjósa Ísland í Eurovision á fimmtudaginn kemur.

Litlan verður 5 ára í mánuðinum og þótt hún viti bara að það sé bráðum (helst á morgun) hlakkar hana mikið til. Á leikskólanum eru allir að læra að syngja "Happy birthday" og hún gerir sitt besta, laglínan er á sínum stað a.m.k. Í byrjun júní erum við að fara að skoða "talbekkin", sérbekk fyrir talfötluð börn í sveitarfélaginu, vægast sagt kvíðni blönduð ánægja.


1

jú, eftir mikið japl, jaml og fuður var ég búin að skrifa hugljúfan texta um það að hafa fengð greininguna væg þroskafrávik og máltruflanir. það sem reyndist erfiðast var að finna stillingarnar fyrir íslenska textasetniningu... allar háfleygar hugleyðingar um hversu sorgmædd ég varð við tilhugsunina um dóttir mín ætti aldrei eftir að segja tölustafinn 2 á 18 ólíkan hátt (á íslensku) hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar kom að því praktíska vandamáli að finna spurningarmerkið á sænska lyklaborðinu. Það skiptir ekki máli núna mitt í sænsku nóttinni, það sem skiptir máli er að þið hringduð í mig. það sem skiptir máli er að stelpan sé jafn mikils virði hvort sem hún tali tvö tungumál eða bara eitt hálfvel. það sem skiptir máli er að þið vitið að ég vildi að þið væruð hérna hjá mér núna, jafn viss um það og ég er að akkúrat þetta barn er það barn sem skiptir mestu máli í öllum heiminum. Bara af því bara.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Agnes Sigríður Sveinsd. Möller

Höfundur

Agnes Sigríður Sveinsd. Möller
Agnes Sigríður Sveinsd. Möller
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband